John Kay um Icesave: „Við ættum að skammast okkar“ 24. febrúar 2010 07:54 Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti. „Við réttlætum fautaskap okkar gegn Íslendingum á sama hátt og slíkir fautar hafa alltaf gert: Við gerum það vegna þess að við getum það," segir Kay og bætir við; „eða við gerum það vegna þess að við héldum að við gætum það," því að mati hans hafa Íslendingar nú yfirhöndina í deilunni. „Ef þjóðaratkvæðagreiðslan sjötta mars verður haldin fær almenningur tækifæri til þess að hafna því að hann verði að standa skil á skuldbindinum banka og bankamanna." Kay segir að slík niðurstaða muni snúa málinu á hvolf og að það sé ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar standi nú á ný í samningaviðræðum. „Við ættum að skammast okkar," segir hann að lokum. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti. „Við réttlætum fautaskap okkar gegn Íslendingum á sama hátt og slíkir fautar hafa alltaf gert: Við gerum það vegna þess að við getum það," segir Kay og bætir við; „eða við gerum það vegna þess að við héldum að við gætum það," því að mati hans hafa Íslendingar nú yfirhöndina í deilunni. „Ef þjóðaratkvæðagreiðslan sjötta mars verður haldin fær almenningur tækifæri til þess að hafna því að hann verði að standa skil á skuldbindinum banka og bankamanna." Kay segir að slík niðurstaða muni snúa málinu á hvolf og að það sé ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar standi nú á ný í samningaviðræðum. „Við ættum að skammast okkar," segir hann að lokum.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira