Að standa í lappirnar Vésteinn Ólason skrifar 28. febrúar 2011 09:29 Lögmaður hlynntur því að þjóðin hafni Icesave-lögunum sagði í Kastljósi að siðaðar þjóðir færu með mál sín fyrir dómstóla. Flestir lögmenn telja þó betra að semja um mál, og siðaðar þjóðir standa við yfirlýsingar sínar. Allt frá hruni hafa ríkisstjórnir Íslands (og reyndar forsetinn) sagt að Ísland vilji semja um Icesave. Þeir sem ætla að hafna samningnum nú vilja ekki semja. Þeir tala um áhættu af að semja en þegja um áhættuna af að semja ekki. Lögmaðurinn sagði einnig að Íslendingar ættu ekki að beygja sig fyrir hótunum um ofbeldi. Er það ofbeldi að nenna ekki að tala við þá sem ekki er hægt að semja við, að vilja ekki lána þeim sem ekki standa við orð sín? Icesave-skuldin er annars eðlis en þær skuldir óreiðumanna sem útlend fyrirtæki og stofnanir verða að taka á sig og skipta þúsundum milljarða króna. Dapurlegt er þegar ungt fólk fellur fyrir kokhraustri þjóðrembu af því tagi sem einkenndi tal útrásarvíkinga og málsvara þeirra. Þegar lagt er mat á tilgang þeirra sem harðast berjast gegn samningnum er hollt að muna orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem taldi drengilegra að hugsa um þjóðarhag en nýja leiki í baráttu gegn ríkisstjórninni. Nú kemur til kasta 44 alþingismanna að útskýra fyrir þjóðinni sem kaus þá hvers vegna þeir samþykktu þennan nýja samning. Ef þeir draga lappirnar í umræðunni verða áreiðanlega margir sem ekki nenna á kjörstað í næstu alþingiskosningum. Vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram — og kemur þó ekki á óvart úr þeirri átt — er tillaga Þórs Saari að hvorki alþingismenn né samningamenn megi tjá sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta eru þó þeir sem hafa lagt mesta vinnu í að kynna sér málið. Sú þjóð stendur ekki í lappirnar sem reynir að komast hjá því að standa við orð sín. Þeir sem standa við orð sín standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Lögmaður hlynntur því að þjóðin hafni Icesave-lögunum sagði í Kastljósi að siðaðar þjóðir færu með mál sín fyrir dómstóla. Flestir lögmenn telja þó betra að semja um mál, og siðaðar þjóðir standa við yfirlýsingar sínar. Allt frá hruni hafa ríkisstjórnir Íslands (og reyndar forsetinn) sagt að Ísland vilji semja um Icesave. Þeir sem ætla að hafna samningnum nú vilja ekki semja. Þeir tala um áhættu af að semja en þegja um áhættuna af að semja ekki. Lögmaðurinn sagði einnig að Íslendingar ættu ekki að beygja sig fyrir hótunum um ofbeldi. Er það ofbeldi að nenna ekki að tala við þá sem ekki er hægt að semja við, að vilja ekki lána þeim sem ekki standa við orð sín? Icesave-skuldin er annars eðlis en þær skuldir óreiðumanna sem útlend fyrirtæki og stofnanir verða að taka á sig og skipta þúsundum milljarða króna. Dapurlegt er þegar ungt fólk fellur fyrir kokhraustri þjóðrembu af því tagi sem einkenndi tal útrásarvíkinga og málsvara þeirra. Þegar lagt er mat á tilgang þeirra sem harðast berjast gegn samningnum er hollt að muna orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem taldi drengilegra að hugsa um þjóðarhag en nýja leiki í baráttu gegn ríkisstjórninni. Nú kemur til kasta 44 alþingismanna að útskýra fyrir þjóðinni sem kaus þá hvers vegna þeir samþykktu þennan nýja samning. Ef þeir draga lappirnar í umræðunni verða áreiðanlega margir sem ekki nenna á kjörstað í næstu alþingiskosningum. Vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram — og kemur þó ekki á óvart úr þeirri átt — er tillaga Þórs Saari að hvorki alþingismenn né samningamenn megi tjá sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta eru þó þeir sem hafa lagt mesta vinnu í að kynna sér málið. Sú þjóð stendur ekki í lappirnar sem reynir að komast hjá því að standa við orð sín. Þeir sem standa við orð sín standa í lappirnar.
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar