Dómstóla- eða samningaleiðin Steinar Björnsson skrifar 6. mars 2011 08:00 Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun