Fótbolti

Zlatan dæmdur í þriggja leikja bann - missir af Mílanó-slagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið.
Zlatan Ibrahimovic eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zlatan Ibrahimovic fékk rauða spjaldið í 1-1 jafntefli við Bari í ítölsku deildinni um helgina eftir að hafa æft karatespark á Marco Rossi, varnarmanni Bari, á 74. mínútu leiksins. Í dag kom í ljós að sænski framherjinn skapheiti verður í banni í næstu þremur leikjum.

AC Milan er fimm stigum á undan nágrönnum sínum í Inter Milan en einn af leikjunum þremur sem Zlatan missir af er Mílanó-slagurinn milli AC og Inter sem fer fram á San Siro 3. apríl næstkomandi.

Zlatan er markahæsti leikmaður AC Milan á tímabilinu með fjórtán mörk en hann mun líka missa af leikjum á móti Palermo og Fiorentina.

Forráðamenn AC Milan ætla að áfrýja dómnum en flestir telja að þeim verði lítið ágengt þar. Zlatan verður því upp í stúku næstu þrjár vikurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×