![](https://www.visir.is/i/41CC4858C094633EAE9953A45664F3A18BA2C296AA9E2FC8389CE6BD050E36C2_80x80.jpg)
Gengisáhætta af Icesave
Gengisáhætta í samningnum
Kröfur Breta og Hollendinga á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru í pundum og evrum. Krafa TIF á Landsbankann er leidd af kröfum Breta og Hollendinga en er gerð í íslenskum krónum, miðuð við gengi 22. apríl 2009 og nemur allt að 677 milljörðum króna að meðtöldum vaxtakröfum. Krónan hefur styrkst frá apríl 2009 og því hefur krafa Breta og Hollendinga á TIF lækkað í krónum og nemur höfuðstóllinn allt að 625 milljörðum, miðað við gengi krónunnar við síðustu áramót. (Tölur úr greinargerð fjármálaráðuneytisins.)
Skilanefnd Landsbankans áætlar að greiða 89% af forgangskröfum. TIF fær því 602 milljarða upp í kröfu sína á bankann (89% af 677 milljörðum). Áætlunin miðast við gengi sl. áramót. Ef gengi krónunnar veikist þá hækkar greiðsla TIF til Breta og Hollendinga hlutfallslega í krónum talið. En eignir bús Landsbankans eru að mestu leyti í erlendri mynt og því skilar veikingin einnig hærri greiðslum úr búinu. Breyting á inn- og útgreiðslum TIF verður því nokkurn veginn samsvarandi. Þetta samhengi gildir þar til kröfufjárhæðinni, 677 milljörðum, er náð. Að öðru óbreyttu má gengi krónunnar því vera um 12% veikara en gengið sl. áramót á þeim degi sem greitt er úr þrotabúi Landsbankans án þess að það hafi verulegan umframkostnað í för með sér fyrir TIF. Meiri veiking gengisins en þetta kemur hins vegar fram í meiri kostnaði sjóðsins við þá greiðslu sem um ræðir sem nemur gengislækkun umfram 12%.
Heimtur úr eignum Landsbankans er annar áhættuþáttur tengdur samningnum. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 40% af eignum verði greiddar úr búi Landsbankans á árinu 2011; þar af eru 30% eigna þegar til staðar í reiðufé. Önnur 13% eigna verða greiddar út á árinu 2012. Eftirstöðvarnar verða síðan greiddar út árin 2013-2016. Nefndin hefur hingað til verið varfærin í áætlunum sínum enda vandséð hvaða hagsmuni hún hefur af því að gera meira úr virði eignanna en efni standa til.
Gengi krónunnar
Eins og að framan greinir þá hefur veiking gengisins sem nemur innan við 12% frá síðustu áramótum lítil áhrif á kostnað vegna Icesave. Veiking umfram það hefur aukinn kostnað í för með sér. Því er mikilvægt að reyna að meta líkurnar á miklum sveiflum í gengi krónunnar á næstu árum.
Krónan hefur veikst um ca 4% gagnvart pundi/evru frá áramótum. Þessi veiking stafar sennilega af gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem hefur keypt um þrjá milljarða króna á gjaldeyrismarkaði frá áramótum. Við fyrstu sýn kann það að virka ósannfærandi að svo lítil kaup hafi áhrif á gengið, en heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri á sama tíma var aðeins um 12 milljarðar svo þessi inngrip eru fjórðungur af heildarviðskiptum og nægja til að veikja gengið. Að sama skapi getur Seðlabankinn stutt við gengið með því að selja tiltölulega lítið magn gjaldeyris.
Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft takmarka flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa og Seðlabankinn getur haft mikil áhrif á gengið meðan þau eru við lýði.
Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og að nauðsynlegt sé að vinna að því að aflétta þeim. Höftin voru sett á vegna hættu á að flótti meira en 400 milljarða eftirhreytna af jöklabréfum myndi tæma gjaldeyrisforðann og kolfella gengi krónunnar. Þetta er enn meginorsökin fyrir höftunum og ný áætlun um afnám þeirra gengur út á að koma í veg fyrir skaðlegan fjármagnsflótta af þessu tagi. Af þessari áætlun má ráða að höftum verður ekki aflétt meðan hætta er á miklum sviptingum í gengi krónunnar.
Raungengi krónunar er 20-30% fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga að þenslutímanum 2004-2007 slepptum. Verðbólga er mjög lág. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er um 7% af landsframleiðslu og 12-13% ef Actavis er tekið út fyrir sviga eins og er rökrétt að gera. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að sveiflur verði á gengi krónunnar vegna breytinga á viðskiptakjörum eða vegna annarra þátta sem hafa áhrif á fjárflæði til og frá landinu, en ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú er – efni standa fremur til þess að krónan ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda rétt á spilunum.
Að lokum má benda á að beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opinberra aðila eru nú um 380 milljarðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi.
Lokaorð
Það felst nokkur gengisáhætta í Icesave-samningnum sem kemur fram ef gengi krónunnar veikist umfram tiltekin mörk. Ekki má gleyma því að það fylgir því margs konar áhætta, m.a. gengisáhætta, að hafna samningnum. Þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan valda því að gengisáhætta sem tengist Icesave-samningnum virðist ásættanleg þegar litið er til þeirra hagsmuna sem Ísland hefur af því að ljúka þessu máli.
Skoðun
![](/i/88FD222B8D4F5315CB0EDFB64E3457559269404DA873D02C0F41B4D2EB0A6758_390x390.jpg)
Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar
![](/i/4F147F9CEB14D29F5AEB733710A48833FC9069359BB4B20FF9EDFBF62DD6B90C_390x390.jpg)
Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/0D60AA7DB20F6A90A8F8715216F8C5EA9376F1E551C053EE388196F065041070_390x390.jpg)
Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar
![](/i/21CC7B20AE8816B80709D33075E9F52FC6009F6E2E9440F9DEEABA82FD3F5228_390x390.jpg)
Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar
![](/i/22729E24E9056A61F19B0494E874A6C01C185F12188C07B05C0D59C21AAECA17_390x390.jpg)
Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
![](/i/FAFFCD8B106CD22281B58BF0628DDB580C3464EA6B39A70D00186457E9268CF5_390x390.jpg)
Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar
![](/i/A71B32BD7619C67094795FE2958AFB3839A16C3E8C20A9758CECF21A65D001FA_390x390.jpg)
Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar
![](/i/54AFA4D4C73FA6D162898BF7251C6078CB1DFD8069F2B37D66CEBFADA1AFD236_390x390.jpg)
Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar
![](/i/CC84741BCF8CA44606605C941D373850956B79A76D4ADF787FC4711DEF037637_390x390.jpg)
Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar
![](/i/906693C9CBE4337CACE6A4157E19ACC342B6811DB981BC6C81FC90A53C7E6E0F_390x390.jpg)
Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar
![](/i/97FAF88FBB13218266B91BAB0961A6D82B8E4BBF848C33D60253F2B187625E0A_390x390.jpg)
Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/6A0FD1C67FC6410835256C49E6509952EB534831B4D8E2BFF4E9A50F499CFDF1_390x390.jpg)
Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
![](/i/57D5E0D4BD73B713FC2D4B6E774E1C27F30DE8399D99CCBB79235CD0AAEF6224_390x390.jpg)
Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar
![](/i/1F2B558BF501B12AD95ABC8F03BE7BF57B061B2D32CEB9F1D458A22B905AC5F9_390x390.jpg)
Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar
![](/i/FFCAE1F836A7D5B079A281E8759AAFB270F01CF26ADE430D4FC5704DF2ED29DC_390x390.jpg)
Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
![](/i/41E4B2B458637A9C627FD0811EF6F318169FA199286A9F16931D6F87982EBD59_390x390.jpg)
Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar
![](/i/1B5DC560FCC35BDA8D9CC012DE0DF6E0DCED57639456D02F90AC400ACFE5AC0B_390x390.jpg)
Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
![](/i/A47A6AC9C4215F8F0DB44D69A28EEBDB322CC7F97BA44E68144E35EB9D11E5C0_390x390.jpg)
Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar
![](/i/1A6BC32C82325B402A267C1FC40BBB22602E9B91FB301B420362CF74B73848B0_390x390.jpg)
Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar
![](/i/1E3149462E474E43C655540546F9294D4F7D64A929449DDB928E5FA46F5D7847_390x390.jpg)
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
![](/i/0AD591B475824502C50BCDAB8FD498B5D143FBED3D3FBD09FA25EC1D7F32E2E7_390x390.jpg)
Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar
![](/i/7B3AB486F67D113474359B499618E5CEA3A7EE953A750F030E81523DD2D4CE40_390x390.jpg)
Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar
![](/i/BFAC1AA263BE258E79377E1462667EA5B028917ED4EED7551C230F4F83064038_390x390.jpg)
Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar
![](/i/82FD24C55AC1EBCDCF28E3FC7EF9032DAB972DF4BF88B487AB8727BE8BD8E7DB_390x390.jpg)
Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar
![](/i/011900B156EA83FA3B1F9C9BBE62E05B740DE2CABFF8A3DF1F74D490D203FAD6_390x390.jpg)
Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/3FC7B614206A74E6D22608BEBC6EB1FFE963D5E61D63CEA5C489AFFD733DE342_390x390.jpg)
Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar
![](/i/A1AAB4A9EF09A6BD72B0158BB6C972BA2BA4D235B490C87DFFFDC0328B14FE70_390x390.jpg)
Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar
![](/i/34D61AE95CCC1503A44932B26F57CDA1E6289B48E82073F7CC4B8DEB5A63E385_390x390.jpg)
Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar