Já er svarið í Icesave Friðrik Indriðason skrifar 7. apríl 2011 09:10 Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun