Handbolti

Spænskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Það verða spænsku liðin Ciudad Real og Barcelona sem spila til úrslita í Meistaradeildinni í handbolta en bæði lögðu þýska andstæðinga í undanúrslitaleikjum sínum í dag.

Ciudad Real vann öruggan fimm marka sigur á þýsku meisturunum í HSV Hamburg, 28-23, eftir að hafa verið 12-10 yfir í hálfleik. Barcelona hafði áður unnið 30-28 sigur á Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen.

Ciudad Real og Barcelona spila til úrslita klukkan 16.00 á morgun en klukkan 13.15 leika HSV Hamburg og Rhein-Neckar Löwen um þriðja sætið. Það verður hægt að horfa á þessa leiki í beinni á Sporttv.is.

Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Ísland á ekki fulltrúa í úrslitaleiknum en Ólafur Stefánsson (Ciudad Real 2008 og 2009) og Aron Pálmsson/Alfreð Gíslason (Kiel 2010) höfðu verið í sigurliði undanfarin þrjú tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×