Fótbolti

Sanchez semur við Barcelona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sanchez hefur verið orðaður við mörg stórlið að undanförnu
Sanchez hefur verið orðaður við mörg stórlið að undanförnu Mynd/Getty Images
Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.

Soldati segir að Udinese og Barcelona eigi enn eftir að semja um kaupverð. Því séu félagsskipti Sanchez alls ekki frágengin. Framherjinn hefur líst yfir áhuga á að ganga til liðs við spænsku meistarana og mun Udinese ekki standa í vegi fyrir því.

Soldati segist ekki reikna með því að félagsskiptin gangi í gegn fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðarins.

Sanchez fór á kostum með Udinese í Serie A á nýafstaðinni leiktíð. Liðið lauk keppni í fjórða sæti og tryggði sér þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×