Fótbolti

Þurfum að skoða stöðu Sneijder

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gian Piero Gasperini, þjálfari Inter.
Gian Piero Gasperini, þjálfari Inter. Nordic Photos / AFP
Gian Piero Gasperini, þjálfari Inter, gaf til kynna eftir tap liðsins fyrir AC Milan í ítalska ofurbikarnum í dag að til greina komi að skoða betur stöðu Wesley Sneijder hjá félaginu.

Sneijder hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar og í dag fullyrtu ítalskir fjölmiðlar að Manchester City hafi lagt fram tilboð í kappann. Því hefur þó verið neitað af bæði City og Inter.

Sneijder kom Inter yfir í dag en AC Milan vann að lokum 2-1 sigur. Spurður um Sneijder vildi Gasperini ekki segja mikið.

„Ég veit það ekki. Við munum skoða þetta mál betur í næstu viku ef það gerist eitthvað meira í hans málum,“ sagði hann við blaðamenn eftir leikinn í dag.

Leikurinn fór fram á Ólympíuleikvanginum í Peking en Inter leikur sinn fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni gegn Lecce þann 28. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×