Apple, sem framleiðir meðal annars iPad og iPhone, hefur staðfest að nýjasta kynslóðin af iPhone verði kynnt þann fjórða október. Sögusagnir um þetta voru þegar farnar að berast manna á milli. Í dag var einnig greint frá því að sama dag og Apple mun kynna nýja símann mun Facebook kynna nýtt forrit fyrir iPad og nýja útgáfu af slíku forriti fyrir iPhone símana. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir tækniunnendur.
