Fótbolti

Del Piero fær ekki nýjan samning hjá Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alessandro Del Piero.
Alessandro Del Piero. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alessandro Del Piero, fyrirliði Juventus, er að spila sitt síðasta tímabil með Juventus en samningur þessa 36 ára gamla framherja rennur út í vor. Del Piero hefur leikið með Juventus frá 1993 og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Andrea Agnelli, forseti Juventus, gaf það út í dag að Del Piero muni ekki fá nýjan samning hjá félaginu en Del Piero hefur ekki náð að skora í fimm leikjum með Juve á þessu tímabili.

Alessandro Del Piero hefur skorað 285 mörk í 682 leikjum í öllum keppnum fyrir Juventus þar á meðal eru 23 mörk í 37 leikjum tímablið 2006-07 þegar Juventus lék í b-deildinni. Del Piero kom til Juve frá Padova þegar hann var aðeins 19 ára gamall.

„Hann vildi vera með okkur í eitt ár til viðbótar en þetta verður síðasta tímabilið hans með okkur," sagði Andrea Agnelli.

Del Piero hefur orðið fimm sinnum meistari með Juve og vann Meistaradeildin með félaginu 1996. Hann sjálfur hefur ekki gefið það út hvort hann leggi skóna á hilluna eftri tímabilið eða leiti sér að nýju félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×