Fótbolti

Gylfi spilaði er Hoffenheim tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim. Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 78 mínúturnar er lið hans, Hoffenheim, tapaði fyrir Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 3-1.

Raúl kom Schalke yfir í fyrri hálfleik en Vedad Ibisevic náði að jafna metin fyrir gestina frá Hoffenheim þegar um 30 mínútur voru til leiksloka.

En Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar átti síðasta orðið og skoraði tvívegis á þriggja mínútna kafla þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Bayern styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 4-0 sigri á Nürnberg. Bæjarar eru með 25 stig eftir ellefu leiki en Schalke kemur næst með 21. Núverandi meistarar, Dortmund, eru svo með 20 stig en liðið gerði 1-1 jafntefli við Stuttgart á útivelli í dag.

Mario Gomez skoraði tvö fyrir Bayern í dag og þeir Bastian Schweinsteiger og Franck Ribery eitt hvor.

Úrslit dagsins:

Bayern - Nürnberg 4-0

Gladbach - Hannover 2-1

Schalke - Hoffenheim 3-1

Wolfsburg - Hertha 2-3

Stuttgart - Dortmund 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×