Fótbolti

AC Milan var 3-0 undir í hálfleik en vann samt - þrenna hjá Boateng í seinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin-Prince Boateng og Alberto Aquilani.
Kevin-Prince Boateng og Alberto Aquilani. Mynd/Nordic Photos/Getty
Varamaðurinn Kevin-Prince Boateng skoraði þrennu í seinni hálfleik þegar AC Milan vann ótrúlegan 4-3 endurkomusigur á Leece á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lecce-liðið var 3-0 yfir í hálfleik.

Giullermo Giacomazzi  kom Lecce í 1-0 eftir fjórar mínútur og þeir Massimo Oddo og Carlos Grossmuller voru búnir að koma liðinu í 3-0 eftir aðeins 37 mínútur.

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, gerði tvær breytingar í hálfleik. Hann tók þá Robinho og Massimo Ambrosini útaf en setti inn á í staðinn Alberto Aquilani og Kevin-Prince Boateng.

Kevin-Prince Boateng var búinn að skora eftir sendingu frá Alberto Aquilani eftir aðeins fjórar mínútur og bætti síðan við tveimur til viðbótar og var búinn að jafna leikinn á 63. mínútu. Það var síðan Mario Yepes sem skoraði sigurmarkið á 83. mínútu eftir sendingu frá Antonio Cassano.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×