Fótbolti

Cassano lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Cassano í leik með AC Milan.
Antonio Cassano í leik með AC Milan. Nordic Photos / Getty Images
Antonio Cassano, sóknarmaður AC Milan, var í gærkvöldi lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda eftir leik liðsins gegn Roma í gær.

Cassano kom inn á sem varamaður í leiknum sem AC Milan vann, 3-2. Liðið flaug svo til Mílanóborgar eftir leikinn og var Cassano fluttur strax upp á sjúkrahús við lendingu. Var það staðfest á heimasíðu AC Milan í dag.

Ekki er vitað hvað er nákvæmlega að Cassano en er nú hafður til skoðunar á sjúkrahúsinu.

Cassano gekk í raðir AC Milan frá Sampdoria í janúar síðastliðnum og hefur verið mikilvægur í sóknarleik liðsins í haust. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp sex til viðbótar í níu leikjum til þessa.

Óvíst er hvort að hann geti spilað með sínum mönnum gegn BATE Borisov í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×