Viðskipti erlent

Segir nýja leikjatölvu frá Microsoft væntanlega

Xbox 360 leikjatölvan hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því hún kom út árið 2005.
Xbox 360 leikjatölvan hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því hún kom út árið 2005. mynd/MICROSOFT
Tölvuleikjaframleiðandi í Bandaríkjunum hefur gefið til kynna að Microsoft muni opinbera nýja leikjatölvu á næstu vikum. Hann sagði hugmyndir Microsoft vera afar metnaðarfullar.

Í viðtali á vefsíðunni Edge sagði framleiðandinn að verkfræðingar Microsoft væru komnir langt á leið í þróun leikjatölvunnar.

Talið er að leikjatölvan verði kölluð Xbox 720 en eins og er gengur verkefnið undir dulnefninu „Loop". Talið er að Microsoft muni kynna tölvuna á tæknisýningu í Las Vegas í janúar á næsta ári.

Framleiðandinn sagði að búnaður frá örgjörvaframleiðandanum AMD verði líklega notaður til að annast grafík vélarinnar. Að auki sagði hann að tölvan yrði að öllum líkindum knúinn af nýrri örgjörvatækni sem enn er ekki kominn á almennann markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×