Sérfræðingur í öryggismálum farsíma heldur því fram að hugbúnaður falinn í stýrikerfum snjallsíma fylgist með notkun þeirra.
Trevor Eckhart segir hugbúnaðinn, sem kallaður er Carrier IQ, geyma allar upplýsingar um smáskilaboð, leitarbeiðnir á Google og símanúmer sem hringt hefur verið í. Hann hefur birt myndband á vefsíðunni YouTube þar sem sýnir hvernig hugbúnaðurinn er falinn í stýrikerfum snjallsíma. Hann segir að forritið sé í öllum snjallsímum sem framleiddir eru af HTC, BlackBerry og Nokia. Einnig er forritið að finna í Android stýrikerfinu.
Samkvæmt Eckart er forritið hannað til að starfa í bakgrunni stýrakerfanna og að ómögulegt sé að slökkva á þeim.
Framleiðandi forritsins hefur hótað málsókn á hendur Eckhart fyrir að birta upplýsingar um starfshætti fyrirtækisins.
Í viðtali á vefsíðunni Wired.com segir talsmaður Carrier IQ að fyrirtækið sérhæfi sig í safna upplýsingum svo að hægt sé að þróa betri snjallsíma.
Sérfræðingur segir forrit fylgjast með notkun snjallsíma
