Jean Todt, forseti FIA, átti fund með forseta Íslands 15. febrúar 2011 18:33 Garðar Gunnlaugsson, forseti LÍA, Lárus Blöndal, varaforseti ÍSÍ og formaður akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA, Jean Todt og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ hittust í dag, en Todt fór á fundi víða í dag. Forseti aljþjóðabílasambandsins, FIA, Frakkinn Jean Todt kom til Íslands í dag, en hann er yfir bílasambandi sem stýrir umferðarmálum á heimsvísu og ýmsum akstursíþróttargreinum, eins og t.d. Formúlu 1. Todt var á árum áður heimsþekktur fyrir að stýra liði Ferrari í Formúlu 1 og vann marga titla með Michael Schumacher og Ferrari liðinu. Todt tók síðan við embærtti forseta FIA haustið 2009. Todt heimsótti 55 lönd í fyrra til að kynnast af eigin raun hvernig umferðaröryggismál eru í ýmsum löndum og stefnir á að heimsækja 45 lönd á þessu ári. Todt kom frá Noregi í dag, en heldur af landi brott í kvöld til Írlands. "Hann kom til að kynnast hér umferðaröryggi, mengunarmálum og þróun bílsns. Við höfum verið að prófa dekk hérlendis og þróa nýja orkugjafa. Einnig verið með prófanir á bílum og tækjum. Þá voru honum sýnd myndbönd af íslenskri torfæru og rallakstri", sagði Ólafur Guðmundsson, sem starfar að umferðaröryggismálum hérlendis. Ólafur sagði að Todt hefði heimsótt forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og þeir hefðu lært hvor af öðrum um nýja orkugjafa, land og þjóð í víðum skilningi, sem og umferðarmenninguna. Þá hefðu þeir rætt möguleika Íslands í alþjóðlegu samhengi. Todt heimsótti einnig Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og forystu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Hann átti einnig fund með FÍB og LÍA, sem eru aðildarfélög innan FIA. Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Forseti aljþjóðabílasambandsins, FIA, Frakkinn Jean Todt kom til Íslands í dag, en hann er yfir bílasambandi sem stýrir umferðarmálum á heimsvísu og ýmsum akstursíþróttargreinum, eins og t.d. Formúlu 1. Todt var á árum áður heimsþekktur fyrir að stýra liði Ferrari í Formúlu 1 og vann marga titla með Michael Schumacher og Ferrari liðinu. Todt tók síðan við embærtti forseta FIA haustið 2009. Todt heimsótti 55 lönd í fyrra til að kynnast af eigin raun hvernig umferðaröryggismál eru í ýmsum löndum og stefnir á að heimsækja 45 lönd á þessu ári. Todt kom frá Noregi í dag, en heldur af landi brott í kvöld til Írlands. "Hann kom til að kynnast hér umferðaröryggi, mengunarmálum og þróun bílsns. Við höfum verið að prófa dekk hérlendis og þróa nýja orkugjafa. Einnig verið með prófanir á bílum og tækjum. Þá voru honum sýnd myndbönd af íslenskri torfæru og rallakstri", sagði Ólafur Guðmundsson, sem starfar að umferðaröryggismálum hérlendis. Ólafur sagði að Todt hefði heimsótt forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og þeir hefðu lært hvor af öðrum um nýja orkugjafa, land og þjóð í víðum skilningi, sem og umferðarmenninguna. Þá hefðu þeir rætt möguleika Íslands í alþjóðlegu samhengi. Todt heimsótti einnig Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og forystu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Hann átti einnig fund með FÍB og LÍA, sem eru aðildarfélög innan FIA.
Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira