Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni 19. febrúar 2011 07:00 Formaður Icesave-samninganefndarinnar segir niðurstöðu Alþingis í Icesave-málinu mjög ásættanlega.Fréttablaðið/Anton Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira