Nei við Icesave Lýður Árnason skrifar 1. apríl 2011 06:00 Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntanlega sú að setja okkur í spor viðsemjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimalandinu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga. Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska útibúsins eða krefja bresku þjóðina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Myndum við ásækja þá fyrir misvísandi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hótunum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamning til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig. Ákvæði EES um innistæðutryggingar kveða á um innistæðusjóði EES-ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bankarnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES-ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutryggingarsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðarhruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlitsskyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á. Inngrip forsetans í Icesave-deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Landsbankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust. Alvarlegast við samþykkt Icesave er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örvasa manna heldur ránsfeng einstaklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreignamenn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk. Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Icesave inniber þannig dómstólaleið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgurum þess heldur bankaræningjunum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntanlega sú að setja okkur í spor viðsemjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimalandinu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga. Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska útibúsins eða krefja bresku þjóðina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Myndum við ásækja þá fyrir misvísandi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hótunum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamning til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig. Ákvæði EES um innistæðutryggingar kveða á um innistæðusjóði EES-ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bankarnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES-ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutryggingarsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðarhruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlitsskyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á. Inngrip forsetans í Icesave-deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Landsbankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust. Alvarlegast við samþykkt Icesave er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örvasa manna heldur ránsfeng einstaklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreignamenn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk. Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Icesave inniber þannig dómstólaleið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgurum þess heldur bankaræningjunum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun