Rússnesk rúlletta 1. apríl 2011 06:00 Rökin fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum. Hvað sem því líður er ljóst að ef ríkissjóður gerir kröfur Breta og Hollendinga að skuld þá gerir hann vonda stöðu sína enn verri. Jafnvel má telja líklegt að hann stefni hraðbyri í gjaldþrot. Árið 2001 fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld, og brúttó skuldir hans voru um 54% af landsframleiðslu. Árið eftir var hann lýstur gjaldþrota. Í dag fara um 22% af heildartekjum hins íslenska ríkissjóðs í vaxtagjöld, brúttó skuldir hans eru um 90% af landsframleiðslu og hallarekstur mikill. Er þorandi að bæta Icesave-klafanum ofan á þá byrði? Skattahækkanir eru hættar að skila sér í aukinni skattheimtu svo auknum álögum á ríkissjóð þarf að mæta með lántökum og djúpum, hröðum og sársaukafullum niðurskurði á rekstri hins opinbera. Mun Icesave-klafinn draga erlendar fjárfestingar með sér til Íslands, eins og margir hafa haldið fram? Hugsanlega. En hvaða gagn er að því ef ríkissjóður verður gjaldþrota og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við efnahagsstjórn Íslands? Sennilega lítið. Þeir, sem vantar erlent fjármagn, verða einfaldlega að sannfæra fjárfesta um arðsemi áætlana sinna. Arðsamar fjárfestingar laða að sér fjármagn. Aðrar ekki. Ef stjórnvöld vilja laða fjármagn til landsins, ættu þau að hætta að áreita efnahagslíf landsmanna með síbreytilegum reglum, höftum, sköttum og tilheyrandi doða og óvissu. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að róa svona hart að því að taka við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga? Þingmenn Vinstri-grænna eru varla á höttunum eftir fjármagni til fleiri virkjanaframkvæmda, eða hvað? Er verið að friðþægja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo hann láni okkur meira fé til að lengja í hengingaról gjaldþrots sem vofir yfir Íslandi? Hvað vakir fyrir fjölmiðlamönnum að flytja jafneinhliða og jafnlinnulausan áróður fyrir samþykkt Icesave-laganna og raunin er? Liggur einhver Samfylkingar-þráður í gegnum þá starfsstétt? Hvað hafa embættismenn Evrópusambandsins lofað íslenskum ráðamönnum ef þeim tekst að hengja Icesave-klafann á háls íslenskra skattgreiðenda? Icesave-lögin eru rússnesk rúlletta þar sem fimm af sex byssuhólfum eru hlaðin. Viltu spila? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Rökin fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum. Hvað sem því líður er ljóst að ef ríkissjóður gerir kröfur Breta og Hollendinga að skuld þá gerir hann vonda stöðu sína enn verri. Jafnvel má telja líklegt að hann stefni hraðbyri í gjaldþrot. Árið 2001 fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld, og brúttó skuldir hans voru um 54% af landsframleiðslu. Árið eftir var hann lýstur gjaldþrota. Í dag fara um 22% af heildartekjum hins íslenska ríkissjóðs í vaxtagjöld, brúttó skuldir hans eru um 90% af landsframleiðslu og hallarekstur mikill. Er þorandi að bæta Icesave-klafanum ofan á þá byrði? Skattahækkanir eru hættar að skila sér í aukinni skattheimtu svo auknum álögum á ríkissjóð þarf að mæta með lántökum og djúpum, hröðum og sársaukafullum niðurskurði á rekstri hins opinbera. Mun Icesave-klafinn draga erlendar fjárfestingar með sér til Íslands, eins og margir hafa haldið fram? Hugsanlega. En hvaða gagn er að því ef ríkissjóður verður gjaldþrota og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við efnahagsstjórn Íslands? Sennilega lítið. Þeir, sem vantar erlent fjármagn, verða einfaldlega að sannfæra fjárfesta um arðsemi áætlana sinna. Arðsamar fjárfestingar laða að sér fjármagn. Aðrar ekki. Ef stjórnvöld vilja laða fjármagn til landsins, ættu þau að hætta að áreita efnahagslíf landsmanna með síbreytilegum reglum, höftum, sköttum og tilheyrandi doða og óvissu. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að róa svona hart að því að taka við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga? Þingmenn Vinstri-grænna eru varla á höttunum eftir fjármagni til fleiri virkjanaframkvæmda, eða hvað? Er verið að friðþægja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo hann láni okkur meira fé til að lengja í hengingaról gjaldþrots sem vofir yfir Íslandi? Hvað vakir fyrir fjölmiðlamönnum að flytja jafneinhliða og jafnlinnulausan áróður fyrir samþykkt Icesave-laganna og raunin er? Liggur einhver Samfylkingar-þráður í gegnum þá starfsstétt? Hvað hafa embættismenn Evrópusambandsins lofað íslenskum ráðamönnum ef þeim tekst að hengja Icesave-klafann á háls íslenskra skattgreiðenda? Icesave-lögin eru rússnesk rúlletta þar sem fimm af sex byssuhólfum eru hlaðin. Viltu spila?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun