Hvernig ætlar ungt fólk að kjósa 9. apríl? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 8. apríl 2011 06:00 Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar