Grikkland þarf meiri aðstoð 10. maí 2011 00:00 Giorgos Papakonstantinou Embættismönnum virtist í gær hafa tekist að sannfæra fjárfesta um að Grikkir ætluðu ekki að yfirgefa evrusvæðið. Í það minnsta komst kyrrð á gengi evrunnar eftir umrót sem stafaði af ótta við afdrif Grikklands. Ljóst er hins vegar orðið að Grikkland þarf að biðja um frekari fjárhagsaðstoð, annað hvort meira lánsfé eða hagstæðari vaxtakjör á 110 milljarða evra láni sem Grikkir fengu á síðasta ári úr neyðarsjóði Evrópusambandsins og frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Við teljum að Grikkir þurfi frekara aðlögunarkerfi,“ sagði Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, að loknum fundi með fjármálaráðherrum Grikklands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu á föstudagskvöld. Juncker er talsmaður evruríkjanna innan Evrópusambandsins, en einnig sátu fundinn þeir Olli Rehn, peningamálastjóri ESB, og Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri ESB. Að loknum fundinum sögðu ráðamenn Evrópusambandsins ekkert hæft í fullyrðingum þýska tímaritsins Spiegel um að grísk stjórnvöld stefndu á að taka upp drökmuna aftur en kasta evrunni. Giorgos Papakonstantinou, fjármálaráðherra Grikklands, sagði Grikki hins vegar standa í því núna að finna leiðir til þess að lifa af næstu tvö árin, meðan markaðir virtust ætla að verða þeim að mestu lokaðir. - gb Fréttir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Embættismönnum virtist í gær hafa tekist að sannfæra fjárfesta um að Grikkir ætluðu ekki að yfirgefa evrusvæðið. Í það minnsta komst kyrrð á gengi evrunnar eftir umrót sem stafaði af ótta við afdrif Grikklands. Ljóst er hins vegar orðið að Grikkland þarf að biðja um frekari fjárhagsaðstoð, annað hvort meira lánsfé eða hagstæðari vaxtakjör á 110 milljarða evra láni sem Grikkir fengu á síðasta ári úr neyðarsjóði Evrópusambandsins og frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Við teljum að Grikkir þurfi frekara aðlögunarkerfi,“ sagði Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, að loknum fundi með fjármálaráðherrum Grikklands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu á föstudagskvöld. Juncker er talsmaður evruríkjanna innan Evrópusambandsins, en einnig sátu fundinn þeir Olli Rehn, peningamálastjóri ESB, og Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri ESB. Að loknum fundinum sögðu ráðamenn Evrópusambandsins ekkert hæft í fullyrðingum þýska tímaritsins Spiegel um að grísk stjórnvöld stefndu á að taka upp drökmuna aftur en kasta evrunni. Giorgos Papakonstantinou, fjármálaráðherra Grikklands, sagði Grikki hins vegar standa í því núna að finna leiðir til þess að lifa af næstu tvö árin, meðan markaðir virtust ætla að verða þeim að mestu lokaðir. - gb
Fréttir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira