Fjórða eldgosið síðan hléinu lauk 23. maí 2011 02:30 Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu. Helstu fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu.
Helstu fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira