Fjórða eldgosið síðan hléinu lauk 23. maí 2011 02:30 Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu. Helstu fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu.
Helstu fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira