Úthlutun ríkisstyrkja og hlutverk fjárlaganefndar Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. júní 2011 06:30 Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar