Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda 28. september 2011 00:00 Ræðast við Angela Merkel og Georg Papandreú á fundi í Þýskalandi.nordicphotos/AFP „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Papandreú var þangað kominn til að leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðverjar aðstoði Grikkland. Hann átti meðal annars fund með þýskum atvinnurekendum og bað þá sérstaklega um að standa við bakið á Grikkjum. Frekari neyðaraðstoð við Grikki er nú í undirbúningi, bæði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, til viðbótar þeirri aðstoð sem þegar hefur verið samþykkt en virðist ekki ætla að duga til að bjarga Grikkjum úr skuldavanda. Þá er G20-ríkjahópurinn með lausn í smíðum, sem til stendur að afgreiða á leiðtogafundi þessara 20 helstu hagkerfa heims í byrjun nóvember. Meðal annars hafa þar verið ræddar hugmyndir um að afskrifa helminginn af skuldum Grikkja. Einnig eru hugmyndir um að Evrópusambandið efli neyðarsjóð sinn, líklega með því að gera honum kleift að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins þannig að sjóðurinn fái allt að 2.000 milljarða evra til umráða – án þess að þurfa að auka framlög aðildarríkjanna enn frekar til sjóðsins. Óvissa er enn um afdrif fyrri björgunaraðgerða. Til dæmis hafa hvorki finnska né hollenska þingið enn samþykkt stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, en veruleg andstaða hefur verið við þau áform á þingum beggja þessara landa. Þá hafa AGS og EBS frestað næstu greiðslu til Grikkja, sem á að nema átta milljörðum evra, vegna óvissu um að Grikkir geti staðið við þau aðhaldsáform, sem þeir hafa boðað. Grikkir þurfa hins vegar nauðsynlega á þessum átta milljörðum að halda fyrir miðjan október til þess að geta greitt afborganir af lánum og laun til ríkisstarfsmanna. Í gær skýrði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, frá því að fulltrúar frá AGS og EBS kæmu til Grikklands í næstu viku til að fara yfir stöðuna, og er búist við að þá verði tekin ákvörðun um að Grikkir fái þetta fé. Í gær samþykkti gríska þingið nýjan og umdeildan eignaskatt, sem er partur af nýjustu aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Eignaskatturinn verður innheimtur með rafmagnsreikningum, sem gerir það að verkum að hægt verður að loka fyrir rafmagnið hjá þeim sem ekki hafa greitt skattinn. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
„Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Papandreú var þangað kominn til að leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðverjar aðstoði Grikkland. Hann átti meðal annars fund með þýskum atvinnurekendum og bað þá sérstaklega um að standa við bakið á Grikkjum. Frekari neyðaraðstoð við Grikki er nú í undirbúningi, bæði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, til viðbótar þeirri aðstoð sem þegar hefur verið samþykkt en virðist ekki ætla að duga til að bjarga Grikkjum úr skuldavanda. Þá er G20-ríkjahópurinn með lausn í smíðum, sem til stendur að afgreiða á leiðtogafundi þessara 20 helstu hagkerfa heims í byrjun nóvember. Meðal annars hafa þar verið ræddar hugmyndir um að afskrifa helminginn af skuldum Grikkja. Einnig eru hugmyndir um að Evrópusambandið efli neyðarsjóð sinn, líklega með því að gera honum kleift að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins þannig að sjóðurinn fái allt að 2.000 milljarða evra til umráða – án þess að þurfa að auka framlög aðildarríkjanna enn frekar til sjóðsins. Óvissa er enn um afdrif fyrri björgunaraðgerða. Til dæmis hafa hvorki finnska né hollenska þingið enn samþykkt stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, en veruleg andstaða hefur verið við þau áform á þingum beggja þessara landa. Þá hafa AGS og EBS frestað næstu greiðslu til Grikkja, sem á að nema átta milljörðum evra, vegna óvissu um að Grikkir geti staðið við þau aðhaldsáform, sem þeir hafa boðað. Grikkir þurfa hins vegar nauðsynlega á þessum átta milljörðum að halda fyrir miðjan október til þess að geta greitt afborganir af lánum og laun til ríkisstarfsmanna. Í gær skýrði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, frá því að fulltrúar frá AGS og EBS kæmu til Grikklands í næstu viku til að fara yfir stöðuna, og er búist við að þá verði tekin ákvörðun um að Grikkir fái þetta fé. Í gær samþykkti gríska þingið nýjan og umdeildan eignaskatt, sem er partur af nýjustu aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Eignaskatturinn verður innheimtur með rafmagnsreikningum, sem gerir það að verkum að hægt verður að loka fyrir rafmagnið hjá þeim sem ekki hafa greitt skattinn. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira