Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á Ingrid Kuhlman skrifar 5. október 2011 06:00 Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun