Til þingmanna Samfylkingar 27. október 2011 06:00 Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífið Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun