Til þingmanna Samfylkingar 27. október 2011 06:00 Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífið Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar