Settar verði strangari reglur um félagsvefi 29. nóvember 2011 01:30 Viviane Reding „Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Samkvæmt tillögum hennar þurfa fyrirtæki á borð við Facebook og Google, sem reka félagslega vefþjónustu, að efla mjög gagnsæi starfsemi sinnar. Meðal annars þyrftu þau að upplýsa notendur sína um það hvaða gögnum er safnað um þá, hvernig þau eru notuð og hvernig þau eru geymd. Reding segir að það muni auðvelda fyrirtækjunum í þessu efni ef settar verða samræmdar reglur fyrir öll Evrópusambandslöndin, frekar en að mismunandi lög gildi í aðildarríkjunum sem nú eru 27 orðin. „Ég vil draga mjög úr allri skriffinnskunni,“ segir hún. Núverandi gagnaverndarlög Evrópusambandsins eru frá árinu 1995, eða frá því löngu fyrir tíma netþjónustufyrirtækja á borð við Facebook og Google.- gb Fréttir Tækni Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Samkvæmt tillögum hennar þurfa fyrirtæki á borð við Facebook og Google, sem reka félagslega vefþjónustu, að efla mjög gagnsæi starfsemi sinnar. Meðal annars þyrftu þau að upplýsa notendur sína um það hvaða gögnum er safnað um þá, hvernig þau eru notuð og hvernig þau eru geymd. Reding segir að það muni auðvelda fyrirtækjunum í þessu efni ef settar verða samræmdar reglur fyrir öll Evrópusambandslöndin, frekar en að mismunandi lög gildi í aðildarríkjunum sem nú eru 27 orðin. „Ég vil draga mjög úr allri skriffinnskunni,“ segir hún. Núverandi gagnaverndarlög Evrópusambandsins eru frá árinu 1995, eða frá því löngu fyrir tíma netþjónustufyrirtækja á borð við Facebook og Google.- gb
Fréttir Tækni Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira