Spjaldtölvan stóð undir væntingum 28. desember 2011 09:00 Spjaldtölvurnar seldust vel í verslunum Tölvulistans, þar sem Gunnar Jónsson starfar. fréttablaðið/GVA „Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið," segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans. Spjaldtölvan var jólagjöfin í ár að mati sérskipaðs hóps neyslu- og neytendafrömuða Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hópurinn virðist hafa hitt naglann á höfuðið, í það minnsta samkvæmt Gunnari í Tölvulistanum, sem segir spjaldtölvuna hafa verið mjög vinsæla í desember. „Það er rosaleg aukning á milli ára í sölu á spjaldtölvum. Mikill áhugi og mikil sala." Gunnar segir Apple iPad og spjaldtölvur frá Asus hafa verið vinsælastar, þó að sú fyrrnefnda taki eflaust fyrsta sætið. Vilhjálmur Marinósson hjá versluninni Tölvuvirkni tekur í sama streng og segir spjaldtölvuna hafa selst mjög vel. „Við seldum miklu meira en stóð til," segir hann. „Þetta var klárlega jólagjöfin í ár. Að mínu mati. Ódýrari vélar voru aðallega keyptar. Fólk var ekkert í þessum dýru." Það eru þó ekki allir á sama máli, en Sigurður Helgi Ellertsson hjá versluninni Macland segir iPad-spjaldtölvuna ekki hafa selst neitt sérstaklega vel. „iPhone var miklu vinsælli," segir hann. „Fólk beið ekkert í röðum eftir iPad."- afb Lífið Tækni Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið," segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans. Spjaldtölvan var jólagjöfin í ár að mati sérskipaðs hóps neyslu- og neytendafrömuða Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hópurinn virðist hafa hitt naglann á höfuðið, í það minnsta samkvæmt Gunnari í Tölvulistanum, sem segir spjaldtölvuna hafa verið mjög vinsæla í desember. „Það er rosaleg aukning á milli ára í sölu á spjaldtölvum. Mikill áhugi og mikil sala." Gunnar segir Apple iPad og spjaldtölvur frá Asus hafa verið vinsælastar, þó að sú fyrrnefnda taki eflaust fyrsta sætið. Vilhjálmur Marinósson hjá versluninni Tölvuvirkni tekur í sama streng og segir spjaldtölvuna hafa selst mjög vel. „Við seldum miklu meira en stóð til," segir hann. „Þetta var klárlega jólagjöfin í ár. Að mínu mati. Ódýrari vélar voru aðallega keyptar. Fólk var ekkert í þessum dýru." Það eru þó ekki allir á sama máli, en Sigurður Helgi Ellertsson hjá versluninni Macland segir iPad-spjaldtölvuna ekki hafa selst neitt sérstaklega vel. „iPhone var miklu vinsælli," segir hann. „Fólk beið ekkert í röðum eftir iPad."- afb
Lífið Tækni Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira