Eli Manning og félagar grýttu meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 08:59 Eli Manning fagnar í gær. Mynd/AP Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar. NFL Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Sjá meira
Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar.
NFL Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Sjá meira