Twitter og Google takast á 11. janúar 2012 19:51 Macgillivray heldur því fram að Google sé að misnota ráðandi stöðu sína á internetinu. mynd/AFP Talsmenn samskiptasíðunnar Twitter hafa lýst yfir óánægju með þær breytingar sem tæknifyrirtækið Google hefur gert á leitarvél sinni. Niðurstöður leitarvélarinnar munu nú birta upplýsingar af samskiptasíðunni Google+. Alex Macgillivray, lögmaður Twitter, sagði að breytingarnar kæmu til með að hafa afar slæm áhrif á internetið í heild sinni. Hann sagði að fólk hafi árum saman notast til leitarvél Google í von um að finna óritskoðaðar niðurstöður. Hann telur að sá tími sé á enda. Samskiptasíða Google var sett á laggirnar á síðasta ári og er henni ætlað að vera í beinni samkeppni við Facebook. Talsmenn Google segja að breytingar verði til þess að samskiptasíða þeirra verði sjáanlegri. Macgillivray segir að Google sé að misnota ráðandi stöðu sína á internetinu. Google svaraði ummælum Twitter fullum hálsi á samskiptasíðunni Google+. Í yfirlýsingunni lýsa talsmenn Google undrun sinni á gagnrýninni enda hafi Twitter ekki framlengt þjónustusamning sinn við Google. Í staðinn notast Twitter við leitarvélina Bing! en þar eru færslur Twitter-notenda skráðar. Tækni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsmenn samskiptasíðunnar Twitter hafa lýst yfir óánægju með þær breytingar sem tæknifyrirtækið Google hefur gert á leitarvél sinni. Niðurstöður leitarvélarinnar munu nú birta upplýsingar af samskiptasíðunni Google+. Alex Macgillivray, lögmaður Twitter, sagði að breytingarnar kæmu til með að hafa afar slæm áhrif á internetið í heild sinni. Hann sagði að fólk hafi árum saman notast til leitarvél Google í von um að finna óritskoðaðar niðurstöður. Hann telur að sá tími sé á enda. Samskiptasíða Google var sett á laggirnar á síðasta ári og er henni ætlað að vera í beinni samkeppni við Facebook. Talsmenn Google segja að breytingar verði til þess að samskiptasíða þeirra verði sjáanlegri. Macgillivray segir að Google sé að misnota ráðandi stöðu sína á internetinu. Google svaraði ummælum Twitter fullum hálsi á samskiptasíðunni Google+. Í yfirlýsingunni lýsa talsmenn Google undrun sinni á gagnrýninni enda hafi Twitter ekki framlengt þjónustusamning sinn við Google. Í staðinn notast Twitter við leitarvélina Bing! en þar eru færslur Twitter-notenda skráðar.
Tækni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira