Körfubolti

Botnliðið fór á kostum og vann Snæfell | Voru búnar að tapa 11 í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanney Lind Guðmundsdóttir hefur komið sterk inn í Hamarsliðið.
Fanney Lind Guðmundsdóttir hefur komið sterk inn í Hamarsliðið. Mynd/Daníel
Hamarskonur eru ekki búnar að segja sitt síðasta í Iceland Express deild kvenna í vetur því botnliðið vann 25 stiga sigur á Snæfelli, 82-57, í Hveragerði í kvöld. Hamar var með örugga forystu allan leikinn og endaði með þessum sigri ellefu leikja taphrinu sína.

Hamar hafði ekki unnið leik síðan að liðið vann Val í Vodfone-höllinni í byrjun nóvember. Liðið hafði ennfremur tapað sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni fyrir leikinn í kvöld.

Katherine Virginia Graham var í fyrsta sinn í sigurliði í deildinni í vetur og var mjög öflug í liði Hamars með 23 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Samantha Murphy skoraði 25 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og þá bætti Fanney Lind Guðmundsdóttir við 14 stigum. Kieraah Marlow skoraði mest fyrir Snæfell eða 15 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir var með 10 stig.

Snæfellsliðið er að gera góða hluti í bikarkeppninni þar sem að liðið er komið alla leið í undanúrslit en liðið hefur aftur á móti tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og er að missa af úrslitakeppninni sem sama áframhaldi.

Hamar vann fyrsta leikhlutann 26-17, var með 17 stiga forskot í hálfleik, 43-26, og munurinn var orðinn 32 stig, 73-41, fyrir lokaleikhlutann.



Hamar-Snæfell 82-57 (26-17, 17-9, 30-15, 9-16)

Hamar: Samantha Murphy 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Katherine Virginia Graham 23/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 9/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3/5 stoðsendingar, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2/5 fráköst.

Snæfell: Kieraah Marlow 15/8 fráköst/5 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/4 fráköst, Hildur  Sigurdardottir 8/5 fráköst/8 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 8, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×