Svo virðist sem að Apple hafi tekist að slá sölumet með þriðju kynslóðinni af iPad spjaldtölvunni vinsælu. Tækið er nú uppselt í forpöntun og þurfa vongóðir viðskiptavinir að bíða í allt að þrjár vikur eftir að fá spjaldtölvuna afhenda.
Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar var kynnt í San Francisco í síðustu viku. Spjaldtölvan státar af háskerpu skjá sem birtir fjórfalt fleiri pixla en iPad 2. Örgjörvi spjaldtölvunnar hefur einnig verið uppfærður. Hið sama gildir um myndavélina sem er nú 5 megapixlar.
Talið er að Apple hafi selt milljón eintök af iPad spjaldtölvunni á einum degi.
Kaupendur geta aðeins fjárfest í tveimur eintökum af spjaldtölvunni. Var þetta gert til að koma í veg fyrir að birgðir Apple myndu klárast. Því miður virðist eftirspurnin vera meiri en Apple gerði ráð fyrir.
iPad 2 er enn til sölu í verslunum Apple. En þrátt fyrir það eru margir sem vilja uppfæra spjaldtölvu heimilisins og hefur iPad 2 tölvum fjölgað gríðarlega á uppboðsvefnum eBay - alls eru 16.000 iPad 2 spjaldtölvur til sölu þar.
Nýi iPad óhemju vinsæll - milljón eintök seld á einum degi

Mest lesið

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent


Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent