Körfubolti

Njarðvík vann fyrstu rimmuna gegn Snæfelli

Njarðvíkurstúlkur hafa tekið forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Snæfelli í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld.

Snæfell byrjaði leikinn mun betur en Njarðvík kom til baka fyrir hlé. Eftir það héldust liðin nánast í hendur en Njarðvík hafði sigur.

Lele Hardy og Shanae Baker-Brice allt í öllu og reynsluboltinn Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir átti einnig magnaðan leik.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna.

Njarðvík-Snæfell 87-84 (18-27, 29-19, 21-16, 19-22)

Njarðvík: Lele Hardy 32/14 fráköst, Shanae Baker-Brice 25/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14/5 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Harpa Hallgrímsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.

Snæfell: Kieraah Marlow 35/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jordan Lee Murphree 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/12 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×