Körfubolti

Njarðvík vann í spennuleik í Hólminum

Petrúnella og félagar eru komnar í úrslit.
Petrúnella og félagar eru komnar í úrslit.
Það verða Njarðvík og Haukar sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express-deild kvenna.

Haukar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni og Njarðvík komst þangað í dag með mögnuðum sigri á Snæfelli. Njarðvík vann rimmu liðanna, 3-1.

Gríðarleg spenna var í leiknum í Hólminum í dag en Njarðvíkurstúlkur mörðu eins stigs sigur.

Snæfell-Njarðvík 78-79 (16-8, 24-27, 24-29, 14-15)

Snæfell: Jordan Lee Murphree 22/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 22, Kieraah Marlow 16, Alda Leif Jónsdóttir 9/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Hildur  Sigurdardottir 4/7 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 0.

Njarðvík: Lele Hardy 27/23 fráköst, Shanae Baker-Brice 27/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 19/5 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 0, Salbjörg Sævarsdóttir 0, Harpa Hallgrímsdóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Georg Andersen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×