Körfubolti

Þrjú síðustu lið sem hafa jafnað í 1-1 hafa unnið titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jence Ann Rhoads.
Jence Ann Rhoads. Mynd/Baldur Beck
Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00.

Það hafa aðeins þrjú lið náð að jafna metin í 1-1 í lokaúrslitum kvenna síðustu fjórtán ár og öll eiga þau það sameiginlegt að hafa unnið síðan titilinn í oddaleik.

Liðin þrjú sem hafa náð að jafna í 1-1 og unnið síðan 2 af síðustu 3 leikjum einvígisins eru Keflavík 2000, Haukar 2009 og KR 2010.

Tvö önnur lið hafa einnig náð að jafna, KR 1994 og 1998, en hvorugu liðinu tókst að snúa einvíginu alveg við og tryggja sér titilinn. Keflavík vann einvígin 3-2 1994 og 3-1 1998.

Úrslitaeinvígi um titilinn þar sem staðan hefur verið 1-1:

1994 Keflavík 3-2 KR {78-59, 77-80 (63-63, 71-71), 71-61, 60-64, 68-58}

1998 Keflavík 3-1 KR {75-54, 65-75, 71-61, 61-50}

2000 KR 2-3 Keflavík {51-48, 61-68, 68-73, 58-42, 43-58}

2009 Haukar 3-2 KR {52-61, 68-64, 74-65 (61-61), 56-65, 69-64}

2010 KR 3-2 Hamar {79-92, 81-69, 83-61, 75-81, 84-79}




Fleiri fréttir

Sjá meira


×