Handbolti

Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv

Úr fyrsta leik liðanna.
Úr fyrsta leik liðanna. mynd/vilhelm
Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis voru þetta samantekin ráð hjá félögunum. Ákvörðunin var tekin til þess að sýna óánægjuna í verki.

Rúv sýndi ekki frá fyrsta leiknum og það voru félögin mjög ósátt við.

Rúv mun heldur ekki sýna frá leik liðanna í kvöld en hann verður aftur á móti í beinni leiklýsingu á Handboltavakt Vísis. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Rúv sýndi frá tveim leikjum í undanúrslitum N1-deildar kvenna en aðeins einn og hálfan leik í undanúrslitum N1-deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×