Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum Björg Björnsdóttir skrifar 25. júní 2012 18:00 Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun