Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum Björg Björnsdóttir skrifar 25. júní 2012 18:00 Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun