Stelpan sem stal senunni á Möðrudal Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2012 14:22 Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna. Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna.
Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira