Handbolti

Úrslit dagsins í N1-deild kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simona Vintale skoraði sjö mörk fyrir ÍBV í dag.
Simona Vintale skoraði sjö mörk fyrir ÍBV í dag. Mynd/Vilhelm
ÍBV komst upp í annað sæti í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur á Fylki. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag.

ÍBV hefur nú fimmtán stig eftir níu leiki og er einu stigi á eftir Fram sem er með sextán stig af sextán mögulegum. Valur er í þriðja sæti með fjórtán stig en á tvo leiki til góða á ÍBV og einn á Fram.

Stjarnan vann sjö marka sigur á Selfossi, 32-25, og FH hafði betur gegn Gróttu í spennandi leik, 25-23.

Einn leikur fer fram á morgun en Haukar taka á móti Aftureldingu klukkan 17.00.

Úrslit dagsins:

ÍBV - Fylkir 30-15 (20-7)

Mörk ÍBV: Simona Vintale 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Grigore Gorgata 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Drífa Þorvaldsdóttir 3, Sóley Haraldsdóttir 2, Rakel Hlynsdóttir 1, Guðdís Jónatansdóttir 1, Ivana Mladenovic 1, Sandra Gísladóttir 1.

Mörk Fylkis: Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 4, Vera Pálsdóttir 2, Katrín Hera Gústafsdóttir 1, Ragnheiður Matthíasdóttir 1, Hildur María Leifsdóttir 1, Ingibjörg Karlsdóttir 1, Tanja Zamoreva 1.

Selfoss - Stjarnan 25-32 (10-14)

Mörk Selfoss: Carmen Pacamariu 6, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Tinna Traustadóttir 4, Hildur Einarsdóttir 3, Kara Árnadóttir 2, Þuríður Guðjónsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Hanna G. Stefánsdóttir 9, Jóna M. Ragnarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristín Clausen 1, Arna Dýrfjörð 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1.

FH - Grótta 25-23 (11-12)

Mörk FH: Aníta Mjöll Ægisdóttir 9, Steinunn Snorradóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Elín Anna Baldursdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Ingibjörg Pálmadóttir 1.

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 5, Tinna Laxdal 4, Þórunn Friðriksdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1, Lovísa Rós Jóhannsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×