Fótbolti

Fær ekki að spila fyrr en hann skrifar undir nýjan samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marco Branca, yfirmaður knattspyrnumála hjá Internazionale, hefur gefið það út að Hollendingurinn Wesley Sneijder fái ekki að spila með liðinu fyrr en hann tekur ákvörðun um framtíð sína hjá félaginu.

Wesley Sneijder hefur verið hjá Internazionale frá 2009 en hann á tvö ár eftir af samningi sínum. Sneijder hefur verið orðaður við skipti til Manchester United þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Internazionale vill að Sneijder skrifi undir nýjan samning en taki á sig stóra launalækkun. Hann fær nú um sex milljónir evra á ári eða um 980 milljónir íslenskra króna.

Um ástæðu þess að Wesley Sneijder fái ekki að spila segir Marco Branca að félagið ætli að gefa Sneijder og hans fólki frið og tíma til að fara yfir tilboðið. Sneijder hefur verið meiddur en er aftur orðinn heill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×