Gengi Pandoru hrundi í gær 22. febrúar 2012 06:30 Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins. Pandora skilaði hagnaði upp á um tvo milljarða danskra króna í fyrra en niðurstaðan var þó langt frá því sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2011. Í henni var gert ráð fyrir að velta Pandoru myndi aukast um 30% á síðasta ári. Niðurstaðan varð þó sú að hún stóð nánast í stað á milli ára. Þegar Pandora var skráð á markað í október 2010 var tilkynnt um að fyrirtækið myndi greiða 35% af hagnaði sínum eftir skatt út sem arð. Skráningargengið tók mið af því og var 210 danskar krónur. Í kjölfar þess að fjárhagsáætlunin var kynnt reis gengið í 386 danskar krónur um miðjan janúar í fyrra. Þegar ljóst var að hún myndi alls ekki standast hrundi gengið. Það fór lægst í 35 danskar krónur í október og stóð í rúmum 77 dönskum krónum við lok viðskipta í gær. Axcel III, sjóður í eigu FIH bankans, á 57,4% hlut í Pandoru. Eignarhluturinn er nánast eina eign sjóðsins. Virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti þegar hann seldi FIH bankann er bundið við virði þess hlutar. Til að lánið skili Seðlabankanum einhverju þarf hagnaður vegna Axcel III að vera á bilinu 15,4-32,7 milljarðar íslenskra króna. Virði eignarhlutarins í Pandoru er í dag um 6,7 milljarðar króna. - þsj Fréttir Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins. Pandora skilaði hagnaði upp á um tvo milljarða danskra króna í fyrra en niðurstaðan var þó langt frá því sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2011. Í henni var gert ráð fyrir að velta Pandoru myndi aukast um 30% á síðasta ári. Niðurstaðan varð þó sú að hún stóð nánast í stað á milli ára. Þegar Pandora var skráð á markað í október 2010 var tilkynnt um að fyrirtækið myndi greiða 35% af hagnaði sínum eftir skatt út sem arð. Skráningargengið tók mið af því og var 210 danskar krónur. Í kjölfar þess að fjárhagsáætlunin var kynnt reis gengið í 386 danskar krónur um miðjan janúar í fyrra. Þegar ljóst var að hún myndi alls ekki standast hrundi gengið. Það fór lægst í 35 danskar krónur í október og stóð í rúmum 77 dönskum krónum við lok viðskipta í gær. Axcel III, sjóður í eigu FIH bankans, á 57,4% hlut í Pandoru. Eignarhluturinn er nánast eina eign sjóðsins. Virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti þegar hann seldi FIH bankann er bundið við virði þess hlutar. Til að lánið skili Seðlabankanum einhverju þarf hagnaður vegna Axcel III að vera á bilinu 15,4-32,7 milljarðar íslenskra króna. Virði eignarhlutarins í Pandoru er í dag um 6,7 milljarðar króna. - þsj
Fréttir Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira