Tekjur af auðlindum Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. apríl 2012 09:15 Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun