Kínamál Einar Benediktsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Nýafstaðin heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabo, er til marks um að risaveldið leggur sig mjög í framkróka um nánari tengsl við Ísland. Þar ræður landlega Íslands við Norðurskautið. Kínverski forsætisráðherrann heimsækir Ísland fyrst á leið sinni til Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands sem staðfestingu þess, að Kínverjar líta svo á að aðild að Norðurskautsráðinu skipi smáríkinu Íslandi í flokk með hinum stærri. Vinátta er mjög misnotað orð af Íslendingum um alþjóðasamskipti. Varðandi Kína rekum við okkur á hinn hrikalega stærðarmun en það er þó ekki mergurinn málsins. Vinsamleg tengsl þjóða og náið samstarf er milli þeirra sem hafa sömu hagsmuna að gæta og umfram allt aðhyllast sömu þjóðfélagsgildi. Mannréttindi vestrænnar menningar eru þar efst á blaði. Um Kína og Ísland þarf ekki að fjölyrða hvað þetta snertir. Enda tókum við Dalai Lama opnum örmum og styðjum réttindabaráttu Tíbetbúa í óþökk Alþýðulýðveldisins Kína. Við stöndum með kínverskum andófsmönnum, nú síðast Chen Guangeng hins blinda, sem hafði leitað hælis í ameríska sendiráðinu í Beijing. Opnun nýrra siglingaleiða um heimskautið styttir siglingaleið Kínverja til Evrópuhafna um þúsundir kílómetra. Annað mál er að undir íshellunni er á hafsbotni svæðisins verulegur hluti alls ónýtts heimsforða olíu og jarðgass. Kína á ekki tilkall til neins nýtingarréttar þeirra auðæfa samkvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmálans að skilningi Íslendinga og annarra aðila að Norðurskautsráðinu. Aðalatriði eru réttindi strandríkis til hafsbotns utan efnahagslögsögunar sem er land- og jarðfræðilegur hluti af landgrunni þess. Eru Kínverjar ásáttir við þessa grundvallarskoðun og þar af leiðandi stefnu aðildarríkja Norðurskautsráðins? Skipaferðir þeirra við Ísland um norð-austur heimskautsleiðina geta orðið feikimiklar. Megi þeir sem aðrir sigla þann sjó í friði, svo fremi að ýtrustu kröfum okkar um öryggi og mengunarvarnir sé framfylgt. Hafréttarsáttmáli SÞ kveður á um réttindi strandríkis gagnvart siglingafrelsi annarra innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Kínverjar halda uppi sértúlkun sér í hag á gr. 58-1 þess sáttmála, sem gefur tilefni til að spyrja hvað þeir meina með því að þeir muni fara eftir ákvæðum Hafréttarsáttmálans við Norðurskautið. Svo er að skilja að Kínverjar hafi seilst eftir umráðum yfir umskipunarhöfn vegna gámaflutninga í Norður Noregi. Hætt var við tilraunir við Norðmenn um hafnaraðstöðu af pólitískum árekstri vegna afhendingar friðarverðlauna Nóbels 2010 til Kínverjans Liu Xiaobo, aðgerðarsinna og rithöfundar. Norðmenn lentu með öðrum orðum á sama svarta listanum og Liu. Norðaustanlands hér ætti staðsetning kínverskrar hafnaraðstöðu að vera jafn gagnleg og í Noregi. Og enn meira mál væri að koma upp olíumóttökuhöfn á sömu slóðum þegar og ef olíuvinnsla verður á Jan Mayen svæðinu, sameign okkar við Norðmenn. Annars verður endastöð leiðarinnar frá Kína til Evrópu í Piraeus, hafnarborg Grikklands, en þar hefur skipafélagið China Ocean Shipping Company, eða Cosco, leigt hina miklu gámahöfn til 35 ára fyrir 5 milljarða dollara. Ekki fer gott orð af Kínverjum þar um slóðir. Í Piraeus, nú uppnefnt Chinatown, gildi ekki grísk lög eða kjarasamningar. Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri. Ef það er satt sem sagt er, að kínverskir útrásarmenn séu öðrum óbilgjarnari, hafa Íslendingar dregið eitt trompið úr því liði í persónu þessa manns. Þann 4. maí hélt hann uppi ávirðingum frá Beijing á íslenskan ráðherra sem hefur vogað sér að vera honum andsnúinn. Hann var í kínverska alheimssjónvarpinu cctv.news samdægurs og gumaði yfir að hafa haft innanríkisráðherrann undir með samningi sem hann nú hefði fengið. Það er fáheyrð framkoma útlendings í garð stjórnvalda landsins. Af hverju laug hann því að samningur sem iðnaðarráðuneytið mælir með sé til 99 ára? Áform Huangs Nubo um byggingu mannvirkja á Grímsstöðum fram til ársins 2062, skv. 40 ára samningi, gætu verið bakland umskipunar-olíuhafnar norðarlega á Austfjörðum. Hver veit? Myndi gistiaðstaða á þessum óvistlega stað fyrir golfvöll, ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef með þarf? Væri ekki rétt að fara hægt í sakirnar að Grímsstaðir á Fjöllum verði ekki Chinatown í Norðurþingi? Um þessi mál er og verður deilt. Hvað um þá málamiðlun að Huang Nubo fái, ef hann vill, lóð á Grímstöðum til að byggja þar hótel/ráðstefnustað? Gott mál væri líka aðsetur þar fyrir rannsóknarstöð þá um norðurljósin sem nýverið var samið um sem sameiginlegt áhugaefni. Annað væri ráðstefnuhald t.d. við hina risavöxnu Heimskautastofnun Kína, sem Egill Þór Nielsson, starfsmaður hennar, kynnti í afar áhugaverðum fyrirlestri. Stofnunin sem er í Shanghai virðist slaga upp í alla stjórnsýslu Íslands. Samvinnu við Kína hérlendis sem tengist einhverjum óljósum eigna- eða leiguyfirráðum þeirra á íslensku landsvæði ætti alveg að útiloka. Slíkt er meira mál en aðilar á sveitastjórnarstigi og lögfræðingar iðnaðarráðuneytisins eigi að greina. Um er að ræða grundvallaratriði utanríkisstefnu Íslands í samskiptum við erlend ríki og í þessu tilviki það viðkvæma atriði, að allar langtíma fyrirætlanir kínverskra stjórnvalda eru duldar og óþekktar. Langtíma yfirráð Kínverja á íslensku landsvæði væri fáránleg ráðstöfun. Annað mál er að kínversk fyrirtæki eru velkomnir þátttakendur í íslenskri stóriðju á sama grundvelli íslenskra laga og aðrir erlendir fjárfestar og á það að sjálfsögðu við um ströng dvalar- og búsetuleyfi. Þá er hinn mikli kínverski markaður afar áhugaverður fyrir íslenska útflutningsframleiðslu og við þakklátir hvers kyns samvinnu í þeim efnum. Hin ágæta Íslandsstofa spyr: Viltu eiga viðskipti í Kína? Og svarið er sjálfgefið JÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nýafstaðin heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabo, er til marks um að risaveldið leggur sig mjög í framkróka um nánari tengsl við Ísland. Þar ræður landlega Íslands við Norðurskautið. Kínverski forsætisráðherrann heimsækir Ísland fyrst á leið sinni til Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands sem staðfestingu þess, að Kínverjar líta svo á að aðild að Norðurskautsráðinu skipi smáríkinu Íslandi í flokk með hinum stærri. Vinátta er mjög misnotað orð af Íslendingum um alþjóðasamskipti. Varðandi Kína rekum við okkur á hinn hrikalega stærðarmun en það er þó ekki mergurinn málsins. Vinsamleg tengsl þjóða og náið samstarf er milli þeirra sem hafa sömu hagsmuna að gæta og umfram allt aðhyllast sömu þjóðfélagsgildi. Mannréttindi vestrænnar menningar eru þar efst á blaði. Um Kína og Ísland þarf ekki að fjölyrða hvað þetta snertir. Enda tókum við Dalai Lama opnum örmum og styðjum réttindabaráttu Tíbetbúa í óþökk Alþýðulýðveldisins Kína. Við stöndum með kínverskum andófsmönnum, nú síðast Chen Guangeng hins blinda, sem hafði leitað hælis í ameríska sendiráðinu í Beijing. Opnun nýrra siglingaleiða um heimskautið styttir siglingaleið Kínverja til Evrópuhafna um þúsundir kílómetra. Annað mál er að undir íshellunni er á hafsbotni svæðisins verulegur hluti alls ónýtts heimsforða olíu og jarðgass. Kína á ekki tilkall til neins nýtingarréttar þeirra auðæfa samkvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmálans að skilningi Íslendinga og annarra aðila að Norðurskautsráðinu. Aðalatriði eru réttindi strandríkis til hafsbotns utan efnahagslögsögunar sem er land- og jarðfræðilegur hluti af landgrunni þess. Eru Kínverjar ásáttir við þessa grundvallarskoðun og þar af leiðandi stefnu aðildarríkja Norðurskautsráðins? Skipaferðir þeirra við Ísland um norð-austur heimskautsleiðina geta orðið feikimiklar. Megi þeir sem aðrir sigla þann sjó í friði, svo fremi að ýtrustu kröfum okkar um öryggi og mengunarvarnir sé framfylgt. Hafréttarsáttmáli SÞ kveður á um réttindi strandríkis gagnvart siglingafrelsi annarra innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Kínverjar halda uppi sértúlkun sér í hag á gr. 58-1 þess sáttmála, sem gefur tilefni til að spyrja hvað þeir meina með því að þeir muni fara eftir ákvæðum Hafréttarsáttmálans við Norðurskautið. Svo er að skilja að Kínverjar hafi seilst eftir umráðum yfir umskipunarhöfn vegna gámaflutninga í Norður Noregi. Hætt var við tilraunir við Norðmenn um hafnaraðstöðu af pólitískum árekstri vegna afhendingar friðarverðlauna Nóbels 2010 til Kínverjans Liu Xiaobo, aðgerðarsinna og rithöfundar. Norðmenn lentu með öðrum orðum á sama svarta listanum og Liu. Norðaustanlands hér ætti staðsetning kínverskrar hafnaraðstöðu að vera jafn gagnleg og í Noregi. Og enn meira mál væri að koma upp olíumóttökuhöfn á sömu slóðum þegar og ef olíuvinnsla verður á Jan Mayen svæðinu, sameign okkar við Norðmenn. Annars verður endastöð leiðarinnar frá Kína til Evrópu í Piraeus, hafnarborg Grikklands, en þar hefur skipafélagið China Ocean Shipping Company, eða Cosco, leigt hina miklu gámahöfn til 35 ára fyrir 5 milljarða dollara. Ekki fer gott orð af Kínverjum þar um slóðir. Í Piraeus, nú uppnefnt Chinatown, gildi ekki grísk lög eða kjarasamningar. Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri. Ef það er satt sem sagt er, að kínverskir útrásarmenn séu öðrum óbilgjarnari, hafa Íslendingar dregið eitt trompið úr því liði í persónu þessa manns. Þann 4. maí hélt hann uppi ávirðingum frá Beijing á íslenskan ráðherra sem hefur vogað sér að vera honum andsnúinn. Hann var í kínverska alheimssjónvarpinu cctv.news samdægurs og gumaði yfir að hafa haft innanríkisráðherrann undir með samningi sem hann nú hefði fengið. Það er fáheyrð framkoma útlendings í garð stjórnvalda landsins. Af hverju laug hann því að samningur sem iðnaðarráðuneytið mælir með sé til 99 ára? Áform Huangs Nubo um byggingu mannvirkja á Grímsstöðum fram til ársins 2062, skv. 40 ára samningi, gætu verið bakland umskipunar-olíuhafnar norðarlega á Austfjörðum. Hver veit? Myndi gistiaðstaða á þessum óvistlega stað fyrir golfvöll, ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef með þarf? Væri ekki rétt að fara hægt í sakirnar að Grímsstaðir á Fjöllum verði ekki Chinatown í Norðurþingi? Um þessi mál er og verður deilt. Hvað um þá málamiðlun að Huang Nubo fái, ef hann vill, lóð á Grímstöðum til að byggja þar hótel/ráðstefnustað? Gott mál væri líka aðsetur þar fyrir rannsóknarstöð þá um norðurljósin sem nýverið var samið um sem sameiginlegt áhugaefni. Annað væri ráðstefnuhald t.d. við hina risavöxnu Heimskautastofnun Kína, sem Egill Þór Nielsson, starfsmaður hennar, kynnti í afar áhugaverðum fyrirlestri. Stofnunin sem er í Shanghai virðist slaga upp í alla stjórnsýslu Íslands. Samvinnu við Kína hérlendis sem tengist einhverjum óljósum eigna- eða leiguyfirráðum þeirra á íslensku landsvæði ætti alveg að útiloka. Slíkt er meira mál en aðilar á sveitastjórnarstigi og lögfræðingar iðnaðarráðuneytisins eigi að greina. Um er að ræða grundvallaratriði utanríkisstefnu Íslands í samskiptum við erlend ríki og í þessu tilviki það viðkvæma atriði, að allar langtíma fyrirætlanir kínverskra stjórnvalda eru duldar og óþekktar. Langtíma yfirráð Kínverja á íslensku landsvæði væri fáránleg ráðstöfun. Annað mál er að kínversk fyrirtæki eru velkomnir þátttakendur í íslenskri stóriðju á sama grundvelli íslenskra laga og aðrir erlendir fjárfestar og á það að sjálfsögðu við um ströng dvalar- og búsetuleyfi. Þá er hinn mikli kínverski markaður afar áhugaverður fyrir íslenska útflutningsframleiðslu og við þakklátir hvers kyns samvinnu í þeim efnum. Hin ágæta Íslandsstofa spyr: Viltu eiga viðskipti í Kína? Og svarið er sjálfgefið JÁ.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun