Að þurfa að hefna Pawel Bartoszek skrifar 15. júní 2012 06:00 Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reikihnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina. Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði. Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru einhverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun. Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðulinn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en fullorðnir 18 ára. Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, samfelldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkunarvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekkert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu. Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunarspurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði". Út frá því má sjá að hugmyndir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum. Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað samspil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitthvað en oftast gerum við það ekki. Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfélagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku. Atburðir eins og fjöldamorðin í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki. Þörfin til að hefna sín er náttúruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtímamarkmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitneskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst. Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekkert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleymum því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reikihnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina. Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði. Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru einhverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun. Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðulinn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en fullorðnir 18 ára. Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, samfelldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkunarvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekkert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu. Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunarspurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði". Út frá því má sjá að hugmyndir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum. Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað samspil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitthvað en oftast gerum við það ekki. Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfélagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku. Atburðir eins og fjöldamorðin í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki. Þörfin til að hefna sín er náttúruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtímamarkmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitneskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst. Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekkert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleymum því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun