
Að þurfa að hefna
Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reikihnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina.
Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði.
Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru einhverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun.
Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðulinn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en fullorðnir 18 ára.
Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, samfelldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkunarvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekkert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu.
Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunarspurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði". Út frá því má sjá að hugmyndir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum.
Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað samspil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitthvað en oftast gerum við það ekki.
Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk.
Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfélagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku.
Atburðir eins og fjöldamorðin í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki.
Þörfin til að hefna sín er náttúruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtímamarkmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitneskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst.
Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekkert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleymum því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn.
Skoðun

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar