Um fjórfrelsi dýranna og reglur ESB Guðni Ágústsson skrifar 27. júní 2012 06:00 Við Íslendingar vöknuðum einn morgun við mikið uppnám – litlum merði hafði verið smyglað inn í landið með Norrænu. Allt fór á annan endann sem eðlilegt var. Þetta var í fyrsta lagi lögbrot að flytja lifandi dýr beint inn í landið. Og í öðru lagi gat verið mikil hætta á ferðum um að dýrið bæri sjúkdóma með sér. Einstaklingurinn sem afbrotið framdi hefur kannski talið sig í sama rétti og þann sem flytur dýr á milli landa í Evrópu, þar eru löndin jafn sett í þessu efni. Merðinum litla var lógað þegar til hans náðist. Hér gilda eðlilaga allt aðrar reglur vegna þess að Ísland er laust við megnið af smitsjúkdómum húsdýranna í Evrópu. En dýrastofnar okkar eru bæði heilbrigðir og viðkvæmir, þeir bera ekki í sér sömu mótefni gagnvart sjúkdómunum. Því er staðan sú að ef smit berst hingað getur orðið dýrafellir og gríðarlegt fjárhagslegt tjón. Þetta bann snýr því einnig að dýravernd hjá okkur og auðvitað höfum við orðið fyrir tilfinnanlegum skaða af sjúkdómum sem hafa eigi að síður borist hingað. Hrossapest í skósólaFlestir muna eftir hitapest í hrossum sem olli miklu tjóni fyrir nokkrum árum, og talið er að hafi borist með skítugum reiðfatnaði eða skóm hestamanns. Svo ekki sé talað um vonda sjúkdóma sem bárust hingað á síðustu öld með innflutningi búfjár, t.d. karakúlfé. Við höfum glímt við afleiðingar af mæðiveiki, sauðfjárriðu, garnaveiki og kláða sem allt barst til landsins. Okkur hefur tekist með ærnum tilkostnaði að útrýma sumum þessara sjúkdóma. Eða þá tekist að hemja þá og halda þeim í skefjum, þó skýtur sauðfjárriðan upp kollinum öðru hvoru með vondum afleiðingum og niðurskurði. Stundum hefur borist hingað hunda- og kattafár sem hefur leikið þessi húsdýr okkar grátt. Góða staðan er hins vegar sú að við erum laus við þá ógnvænlegu sjúkdóma sem fara oft eins og eldur í sinu um mörg ESB-lönd, ég nefni gin og klaufaveiki og kúariðuna. Hér eru smitsjúkdómar í húsdýrum örfáir og allir undir kontról og sjúkdómavarnir okkar góðar. Í Evrópu skipta þessir sjúkdómar tugum og koma upp með jöfnu millibili, sumir þeirra ógna lífi manna og dýra. Hin banvæna flugaÞað má aldrei slaka á öryggisnetinu, við ættum frekar að herða það ef eitthvað væri. Ég þakka tollvörðum þeirra árvökulu augu. Þeir stöðva margan lögbrjótinn og mér er sagt að stundum sé þetta fólk með bréf frá ESB um að það megi fara með dýrið til Íslands, þeir kvitta upp á glæpinn af vangá. Erlendir veiðimenn gætu með útbúnaði sínum borið sjúkdóma í laxfiska veiðiánna eða silung vatnanna. Því gilda strangar reglur um sótthreinsun og æskilegast að þeir komi ekki með veiðigræjur sínar með sér til landsins. Í viðræðum Íslands og ESB liggja faldar hættur. ESB hefur engu landi gefið eftir fjórfrelsi dýranna og skilningurinn í Brussel er ekki séður með gleraugum dýralæknisins hvort í hlut eiga lifandi dýr eða hrátt kjöt sem einnig getur verið smitberi. Kann að vera að doktorsprófið í kynæxlun laxfiska hjálpi Össurri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra til að kokgleypa ekki banvæna flugu eins og fjórfrelsi húsdýranna er okkur Íslendingum. Öryggishlið í KeflavíkHér ætti að vera öryggishlið í Keflavík og á Seyðisfirði sem allir þeir færu um sem eru með fatnað eða annað og ætla í sveitina eða t.d. nú á Landsmót hestamanna. Eins er áróður og upplýsingar í flugvélum komufarþega mjög takmarkaður hvað hættuna varðar. Og Íslendingar sjálfir eru því miður alltof margir kærulausir erlendis. Nýja-Sjáland er heilbrigt land hvað dýrasjúkdóma varðar og mikið útflutningsland á matvælum. Að ganga af kæruleysi um þeirra landamæri er glæpur og tekið hart á sökudólgunum. Vonandi hefur litli mörðurinn gert það gagn að hann opnar augu okkar fyrir því að innflutningur lifandi dýra og á hráu kjöti er dauðans alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar vöknuðum einn morgun við mikið uppnám – litlum merði hafði verið smyglað inn í landið með Norrænu. Allt fór á annan endann sem eðlilegt var. Þetta var í fyrsta lagi lögbrot að flytja lifandi dýr beint inn í landið. Og í öðru lagi gat verið mikil hætta á ferðum um að dýrið bæri sjúkdóma með sér. Einstaklingurinn sem afbrotið framdi hefur kannski talið sig í sama rétti og þann sem flytur dýr á milli landa í Evrópu, þar eru löndin jafn sett í þessu efni. Merðinum litla var lógað þegar til hans náðist. Hér gilda eðlilaga allt aðrar reglur vegna þess að Ísland er laust við megnið af smitsjúkdómum húsdýranna í Evrópu. En dýrastofnar okkar eru bæði heilbrigðir og viðkvæmir, þeir bera ekki í sér sömu mótefni gagnvart sjúkdómunum. Því er staðan sú að ef smit berst hingað getur orðið dýrafellir og gríðarlegt fjárhagslegt tjón. Þetta bann snýr því einnig að dýravernd hjá okkur og auðvitað höfum við orðið fyrir tilfinnanlegum skaða af sjúkdómum sem hafa eigi að síður borist hingað. Hrossapest í skósólaFlestir muna eftir hitapest í hrossum sem olli miklu tjóni fyrir nokkrum árum, og talið er að hafi borist með skítugum reiðfatnaði eða skóm hestamanns. Svo ekki sé talað um vonda sjúkdóma sem bárust hingað á síðustu öld með innflutningi búfjár, t.d. karakúlfé. Við höfum glímt við afleiðingar af mæðiveiki, sauðfjárriðu, garnaveiki og kláða sem allt barst til landsins. Okkur hefur tekist með ærnum tilkostnaði að útrýma sumum þessara sjúkdóma. Eða þá tekist að hemja þá og halda þeim í skefjum, þó skýtur sauðfjárriðan upp kollinum öðru hvoru með vondum afleiðingum og niðurskurði. Stundum hefur borist hingað hunda- og kattafár sem hefur leikið þessi húsdýr okkar grátt. Góða staðan er hins vegar sú að við erum laus við þá ógnvænlegu sjúkdóma sem fara oft eins og eldur í sinu um mörg ESB-lönd, ég nefni gin og klaufaveiki og kúariðuna. Hér eru smitsjúkdómar í húsdýrum örfáir og allir undir kontról og sjúkdómavarnir okkar góðar. Í Evrópu skipta þessir sjúkdómar tugum og koma upp með jöfnu millibili, sumir þeirra ógna lífi manna og dýra. Hin banvæna flugaÞað má aldrei slaka á öryggisnetinu, við ættum frekar að herða það ef eitthvað væri. Ég þakka tollvörðum þeirra árvökulu augu. Þeir stöðva margan lögbrjótinn og mér er sagt að stundum sé þetta fólk með bréf frá ESB um að það megi fara með dýrið til Íslands, þeir kvitta upp á glæpinn af vangá. Erlendir veiðimenn gætu með útbúnaði sínum borið sjúkdóma í laxfiska veiðiánna eða silung vatnanna. Því gilda strangar reglur um sótthreinsun og æskilegast að þeir komi ekki með veiðigræjur sínar með sér til landsins. Í viðræðum Íslands og ESB liggja faldar hættur. ESB hefur engu landi gefið eftir fjórfrelsi dýranna og skilningurinn í Brussel er ekki séður með gleraugum dýralæknisins hvort í hlut eiga lifandi dýr eða hrátt kjöt sem einnig getur verið smitberi. Kann að vera að doktorsprófið í kynæxlun laxfiska hjálpi Össurri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra til að kokgleypa ekki banvæna flugu eins og fjórfrelsi húsdýranna er okkur Íslendingum. Öryggishlið í KeflavíkHér ætti að vera öryggishlið í Keflavík og á Seyðisfirði sem allir þeir færu um sem eru með fatnað eða annað og ætla í sveitina eða t.d. nú á Landsmót hestamanna. Eins er áróður og upplýsingar í flugvélum komufarþega mjög takmarkaður hvað hættuna varðar. Og Íslendingar sjálfir eru því miður alltof margir kærulausir erlendis. Nýja-Sjáland er heilbrigt land hvað dýrasjúkdóma varðar og mikið útflutningsland á matvælum. Að ganga af kæruleysi um þeirra landamæri er glæpur og tekið hart á sökudólgunum. Vonandi hefur litli mörðurinn gert það gagn að hann opnar augu okkar fyrir því að innflutningur lifandi dýra og á hráu kjöti er dauðans alvara.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun