Af hverju ESB-aðild? Einar Benediktsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun