Ráðleggingar um hádegisverð í skólum 23. nóvember 2012 06:00 Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun